Jæja, krakkar mínir, þá er víst komið að prófatörninni hjá þeim sem ekki eru í verkfalli. Nú byrjar maður að sjá enn fleiri upp á bókhlöðu og bara hvar sem vani er að búa um sig til náms. Ég viðurkenni fúslega að örlítill skjálfti er kominn í mann fyrir þessi próf sem eru framundan, enda hefur maður kannski verið einum of góður við sig á stundum. En ég ætlaði bara að biðja ykkur um að biðja fyrir mér í þessari andans raunagöngu sem framundan er. Kærar þakkir fyrir það.
Nú er ég búin að vera að uppfæra síðuna í heild. Á næstum hverja síðu er nú komið menu sem hægt er að renna músinni yfir og þá birtast valmöguleikar og hægt er að velja á hvaða síðu maður vill fara inn á mínu svæði. Mjög sniðugt. Þetta er samt mun betra í Internet Explorer en í Netscape. Ég mæli með því að síðan sé skoðuð í Microsoft hugbúnaðinum, einfaldlega vegna þess að ég hef verið að setja þessa síðu upp með Explorer til hliðsjónar. Reyndar nota ég langmest Notepad til að laga til í síðunum og reyndar hef ég mest samið síðurnar með því. Skemmtið ykkur nú alveg rosalega vel að skoða síðuna mína og vonandi virkar þetta nú hjá ykkur öllum. Svo er ég líka búin að bæta við nokkrum myndum á Gellusíðuna mína. Kíkið á það.
Jæja, þetta er alveg nýtt dæmi, þar sem ég get komið inn því sem ég er að pæla hverju sinni. Þetta er eins konar dagbók, en ég býst við að nota þetta aðallega til að láta ykkur vita hvað ég hef verið að gera á síðunni, ef ég hef breytt einhverju og svoleiðis.