Kúl, 20. myndin í seríunni um hann Bond vin okkar verður að hluta tekin upp á Íslandi, nánar tiltekið nálægt Höfn í Hornafirði. Frábært. Spurning að kíkja heim og kynnast þessu fræga fólki.
Ha!?! Missti ég af einhverju? Hvernig er það að vera ég?
Er það kannski að vera sjónvarpssjúklingur með aðalleikara þáttanna á heilanum heilu og hálfu dagana? Eða vikurnar? Eða jafnvel mánuðina? (Samt til varnar mér þá á ég mér ekkert líf og er því skyldug til að lifa mínu lífi í gegnum það sem gerist í sjónvarpinu. Og ég er aldrei obsessed af neinum lengur en nokkrar vikur. Núna er t.d. Lance Bass að gera mig brjálaða. Er meira að segja búin að sanka að mér fleiri myndum af honum en Tom Cruise. En það er bara af því að það eru fleiri vefsíður tileinkaðar N'sync en Tom Cruise. Sennilega af því enginn vill láta lögsækja sig ;o) )
Rakst á þetta snilldarquiz hjá Bjarna. Varð að taka það, so to speak. Ég verð bara að segja að ég byrjaði árið vel miðað við þetta áramótaheit. En ekki samt eins og þið haldið. Og ég mun aldrei segja frá.