Jibbí, hún fær ein verðlaun fyrir besta alþjóðlega söngkonan. Way to go! En ég held að hún sé að vinna þetta vegna þess að ég er ekki að horfa á. Verðlaunin verða afhent í kvöld og hægt er að hlusta á það á netinu en ég ætla ekkert að gera það, ef svo skyldi fara að þeir skipti um skoðun þarna. :o) Lesið meira um þetta hér.
Fréttavefur Morgunblaðsins segir að Russell og Taylor Hackford, leikstjóri Proof Of Life, hafi átt í orðasennu vegna dræmra aðsóknar að myndinni. Leikstjórinn segir að ástarsamband Russells og Meg hafi haft slæm áhrif á aðsókn á meðan Russell segir að slíkt sé bara bull. Ég stend með mínum manni, Stand by your man sagði einhver og ég fer alveg eftir þeim orðum.
Vissuð þið að eftir akkúrat mánuð munu óskarsverðlaunin verða haldin!?!?! Ég vildi bara láta ykkur vita :o)
Svo var Helga vinkona að hugsa um að leyfa ykkur, dyggum aðdáendum mínum (yeah, right), að fylgjast með þankagangi sínum. Ég get vitnað um það að hann getur verið allmerkilegur á stundum. En ég er með nokkur sýnishorn hérna:
Flær eru til margra hluta nytsamlegar , þær eru fyrirferðarlitlar og þarfnast ekki mikillar næringar. Ef ég væri ekki með flær þá þætti mér lífið ekki eins skemmtilegt og mér finnst það núna. Kannski í framtíðinni munu menn og flær eiga meira sameiginlegt en þau eiga núna, þá verður máske búið að koma upp einhvers konar samskiptakerfi sem gerir mönnum og flóm kleift að hafa tjáskipti á eðlilegan máta.
Kíwí er skemmtilegur ávöxtur, ef ávöxturinn kíwí væri ekki til þætti mér lífið ekki eins skemmtilegt og mér finnst það núna. Og ef maður hugsar um það þá er það óskiljanlegt að kíwí hafi ekki verið flutt inn til Íslands mun fyrr því að eins og flestir munu skilja er kíwíið mun betur í stakk búið til þess að takast á við Íslenska veðráttu heldur en flestir aðrir ávextir.
Leikarar eru mikið þarfaþing, ef að það væru ekki til neinir leikarar þá þætti mér lífið ekki eins skemmtilegt og mér þykir það vera núna. Ef að engir væru leikararnir þá væri ekkert fjör í því að fara í leikhús, þá myndi maður bara sitja sem fastast í tvo tíma og horfa á svið sem væri fullt af húsgögnum, eða bara tómt, og til að bæta gráu ofan á svart þurfa að borga hátt í þrjú þúsund krónur fyrir. Ég held að ég tali fyrir munn margra þegar ég segi að leikarar séu eiginlega ómissandi í mannlífsflórunni.
Jæja, ef þið viljið meira þá verðiði að senda mér póst og láta mig vita.
Af einhverjum orsökum fór ég að leita mér upplýsinga um Gene Kelly og lenti á þessari heimasíðu hér -> The Gene Kelly Home Page og leist það vel á hana að mér datt í hug að benda áhugasömum á að kíkja þangað.
Jæja þá er keppnin búin. Og reyndar fyrir þó nokkru en ég hef ekkert komið heim fyrr þannig...
The Squapgirls (eins og Brynhildar hópur kallaði sig) rúllaði upp samkeppninni og hlaut sigur sem að mínu mati var sanngjarn og sýnir að dómararnir sáu hversu mikla hæfileika stúlkurnar hafa. Nei, þær unnu nú ekki en í mínum augum eru þær sigurvegarar. Og bara til að leiðrétta mig, þá voru 3 hópar frá Höfn. Ég vissi ekki að það væru svona margar stelpur á þessum aldri þar en... Ég var með myndavélina mína, sem er ekki digital, þannig að þið fáið ekkert augnakonfekt hér og nú, en hver veit nema maður leyfi ykkur að sjá dansarana í action. Með þeirra leyfi auðvitað. Dansararnir í hópnum hennar Brynhildar auk hennar voru Assa og Ólöf Helga. Kjarnastelpur allar saman.
Trúiði því að ég var bara að finna þessa síðu? Jæja, ég verð bara að lesa archivin vel. En þarna sýnist mér vera alls konar greinar sem hafa fjallað um Madonnu eða viðtöl við hana eða viðtöl við fólk sem minnist á Madonnu. Svo neðar eru linkar á fullt af heimasíðum sem hafa eitthvað með Madonnu að gera.
Ég hef ákveðið að sofna út frá þessari mynd í kvöld. Eflaust á sú staðreynd, að David úr X-files er í aðalhlutverki, hlut að máli við þessa ákvörðun mína. Svo vakna ég sennilega seint og síðar meir, hitti Helgu, fer að sjá mína frábæru frænku, Brynhildi, í Freestyle keppninni sem haldin er á morgun í Álftagerðisskóla ?? held það, Helga veit málavexti betur. Svo vill nú skemmtilega til að Helga hefur líka hagsmuna að gæta í þessari keppni, en María frænka hennar er líka að keppa. Hún er sko líka frá Höfn eins og Brynhildur og ég og Helga :o) en Brynhildur og María eru samt ekki að keppa saman, heldur eru tveir danshópar frá Höfn að keppa. Þvílík gróska í danslífinu þarna á Höfn. Ég man hvað það var alltaf spennandi að horfa á þetta í sjónvarpinu þegar maður var yngri. Er þetta sýnt í sjónvarpinu nú orðið?? Ég veit að einhverjar gellur voru í Sílíkoni um daginn en er eitthvað sýnt frá keppninni sjálfri nú orðið?? Í gamla daga þegar ég var ung þá fór eiginlega allt árið í að bíða eftir næstu freestyle-keppni og maður horfði á þetta eins og tryggur aðdáandi á að gera. Jæja, það þýðir ekkert að hanga svona. Ég flyt ykkur fréttir af freestyle á morgun. Vonandi að Brynhildi gangi betur í keppninni á morgun en Madonnu gekk að vinna á Grammy-verðlaununum. Kannski á ég ekkert að fara, ég meina ég horfði á Grammy og Madonna vann ekkert, en seinast þegar hún var tilnefnd þá horfði ég ekki og hún vann. Hmmm. Ég þarf að pæla þetta aðeins betur.
Í sumar þegar ég fann þessa síðu, þá var ég að leita að textunum hans Eminem, voru svona 3 lög í listanum undir Miscellaneous (ýmislegt) en núna... Kíkið inn á Eminem World og sjáið bara.
Eigum við að segja að þetta séu official fréttir af Túrnum eins og ég kalla það? Samkvæmt MTV News Online hefur Madonna sjálf sagt að hún ætli að túra frá júní til september en engar staðsetningar, eða þá dagsetningar, eru ákveðnar. Hún mun byrja að æfa í apríl og maður má alveg búast við leiksýningu þar sem konan vill ekki bara standa og syngja heldur vekja áhorfandann til umhugsunar og trylla öll skilningarvitin. JESS! Annars segir þarna að hún hafi áður sagst ætla að túra en hætt við. :o( Ekki gott mál. Hún hættir ekkert við núna. Ég myndi ekki þola það. Mitt litla hjarta myndi bresta.
Það er eitthvað vesen í gangi hérna með myndir og slíkt. Ég amk fæ engar myndir þegar ég næ í síðurnar mínar og býst við að slíkt hið sama eigi við um ykkur. Vonandi get ég lagað þetta fljótlega. Akkúrat núna er ég að drífa mig til að hitta frænku mína sem er í bænum að fara að keppa í Freestyle þannig að ég kveð í bili.
Ég viðurkenni fúslega óánægju mína með það að Madonna skyldi ekki vinna neitt, en mér fannst hún geðveik í gær. Hrein og klár snilld. Mér fannst líka æði að fá að sjá byrjunina á nýjasta myndbandinu, þetta var svona teaser. Nú get ég ekki beðið eftir að sjá það.
Mér fannst líka dúett Eminem og Elton John frábær. Ég hélt mér vakandi alveg þar til að þeir komu og líka Helgu. Aumingja hún í vinnunni núna. Úff!!! Svo var ég nú soldið fúl að þeir skyldu aðeins sýna Lance tvisvar þegar *Nsync fluttu lagið sitt. En ég sá hann í preshow dæminu og heyrði hann tala!! Ó mæ god. Það var upplifun, Helga hélt að ég væri að ganga í barndóm þá og hafði einmitt orð á því.
En ef ég á að tala um það sem mér fannst ömurlegt, þá mátti Óli Palli alveg sleppa því að tala þegar fólkið var að tala. Ég var orðin ansi pirruð á því að hann skyldi stöðugt vera að gjamma frammí. Og ég varð ansi æst þegar ég hélt að hann ætlaði að tala inn á lagið með Eminem. Dísus! Ég sver það. En sem betur fer þagnaði hann í tíma og ég fékk að njóta þess að sjá Eminem og Elton saman.
Einnig fannst mér Destiny's Child ekkert að þessum Grammy-verðlaunum sínum komnar. (Sorry, Brynhildur). Ég ætla ekkert að segja um U2 þar sem Helga elskar þá og er í sigurvímu núna. Við ræðum það einslega einhvern daginn þegar nóg er um bjór og við verðum búnar að gleyma umræðunum daginn eftir, þannig að við getum enn þá verið vinkonur eftir það.
Öhmm, ég held að ég sé hætt að fjalla um Grammy-verðlaunin í bili. Næst eru það Brits-verðlaunin og þar mun Madonna vinna, ég er viss um það. Og svo eru Óskarsverðlaunin og þá vinnur Russell minn og ég verð glöð. Það bætir upp að Madonna vann ekkert í gær.
Á Madonnarama er hægt að sjá myndir frá æfingu Madonnu á laginu Music, en þar sést limmóinn og að skjárinn sem verður fyrir aftan hana sem sýnir úrklippur úr gömlum myndböndum hennar, eins og á MTV-hátíðinni í haust. Kíkið á þetta.
Núlleinn.is segir á vef sínum að Mel C hafi sagt í viðtali við einhverja útvarpsstöð á Grikklandi að hún væri til í að vinna með Eminem þó svo að hann sé ekkert hrifinn af Spice Girls. Annars vill hún gera dúett með Madonnu ef Eminem vill ekkert með hana hafa. Ég á ekki til orð.
Jæja, eru ekki allir komnir í stuð fyrir Grammy-verðlaunahátíðina sem verður í kvöld á RÚV? Ég held að ég sé að fara til Helgu að horfa á videó - nánar tiltekið Fear and Loathing in Las Vegas - og svo er bara að chilla með popp og kók fyrir framan imbann og horfa á Madonnu opna hátíðina með snilld sinni sem kallast Music. Hún mun víst mæta á svæðið í limmó með einhvern Lil Bow Wow sem bílstjóra. Ég man ekki alveg, ég las um þetta í gær og nennti ekki að blogga það.
Anyways, þá mun hún byrja og ég hlakka geðveikt til þess og að sjá Eminem og Elton John chilla saman. Ég held samt að það hefði verið meira afrek að fá Eminem til að flytja lag með *Nsync eða Britney Spears þar sem hann hefur aldrei dissað neinn sérstakan homma þannig séð. Hann er bara með hommafóbíu, eins og svo margir gagnkynhneigðir karlmenn, og ég efast um að hann sé eitthvað á móti hommum þannig séð. Það er bara að hann vill ekki að aðrir haldi að hann sé hommi. Þess vegna tel ég að afrek ársins yrði ef hann myndi gera dúett með Britney eða Christinu einmitt vegna þess að honum virðist vera svo illa við þær tvær og *Nsync og allar strákahljómsveitir. Annars yrði ég sennilega bara ánægð ef Eminem og *Nsync myndu gera eitthvað saman. Það yrði bara fyndið, held ég.
Mbl.is segir að mögulegt sé að Napster gagnsækji tónlistariðnaðinn á grundvelli laga sem eiga að hamla á móti hringamyndun. Ég hef aldrei skilið þessi lög, sérstaklega þar sem þau eru notuð til að halda verkalýðsfélögum niðri, þó þau hafi verið upphaflega ætluð til að berjast gegn samvinnu fyrirtækja um verðmyndun og slíkt. Alla vegana ætlar Napster að finna þessum lögum nýjan farveg og er það vel, að mínu mati, ef þeim tekst að halda sér á lífi og gjaldfrjálsum. Hananú, sagði hænan og það allt.
X-Files creator Chris Carter has announced the current season of his hit series is set to be the last. The scriptwriter is concentrating on The Lone Gunmen - a spin-off about Mulder's conspiracy-geek friends. He says if the new show is a success, the sci-fi series will end in May. A second X-Files film is planned for this year. He says, "May's two-hour season finale will be a cliffhanger either for next season, if we return, or for the movie." Actor David Duchovny, who plays Mulder, is not expected back for a new series, but has agreed to appear in the film.
Ég er ekki sátt. En ég fæ þó eina bíómynd í sárabætur og David í henni. :o)
Despite reports that they had patched up their differences, it is now being reported that Russell Crowe dumped actress Meg Ryan for a herd of cows and his dog. Crowe says that his desire to get back home to his ranch in Australia was too strong to keep him in Los Angeles with Meg. He says, "The bottom line is, I have a big life here [in Australia]. When I'm off the hook with schedules, I have to come home. I can't sustain myself through the course of a year without filling up on home and Meg needs the same. It's rough being away from your dog for six months. That's rough stuff, man." Meg, 39, left her husband Dennis Quaid, after falling in love with Russell last year while filming Proof Of Life. "Meg is a beautiful and courageous woman. I grieve the loss of her companionship, but I haven't lost her friendship, " says Russell. But he's relaxed about the rumors about his love life, "I don't care what the misconceptions are. I'm a bad boy. I'm a Lothario. At the same time all that stuff was being written, I was ear-tagging calves on my farm."
Cruise Turns To Elvis's Daughter For Solace
Hunky actor Tom Cruise has been spending time with Elvis Presley's daughter Lisa Marie following the break-up of his marriage to Nicole Kidman. A major rift in Kidman and Cruise's relationship has been blamed on the actress' desire to have their two adopted children - Isabella and Connor - brought up as Catholics like herself and Tom's deep involvement in the Church of Scientology. Tom is reported to have found a good friend in twice-divorced Lisa Marie, ex-wife of Michael Jackson - they have known each other for years as she also is a Scientologist. A source says, "Tom is perfect for her and she is perfect for him. This is a natural, inevitable pairing. Tom and Lisa Marie are so compatible it's almost scary."
Mennirnir mínir eru bara alltaf í fréttum þessa dagana. Þeir mega ekkert gera þá eru þeir orðnir headline news. Sad.
Madonna, who opened the 41st Annual GRAMMY Awards telecast in fine form, will open the show this year, too. She'll give what promises to be an eye-opening rendition of "Music," the infectious first single from her new album of the same name. The Material Girl's three noms this year include Record Of The Year and Best Female Pop Vocal Performance for "Music," and Best Pop Vocal Album.
Ég meina það, þetta er ekki merki um geðveiki, vegna þess að ríkissjónvarpið, sem maður borgar fyrir dýrum dómum, ætlar að hafa beina útsendingu af Grammy-verðlaunaafhendingunni, þar sem Madonna, Eminem og fleiri koma fram. Útsendingin hefst kl. 23:00 og er á miðvikudagskvöldið. Ég veit að ég verð límd fyrir framan skjáinn.
Jæja, þá veit ég það, ég fer aldrei aftur á tvöfalda sýningu í bíó. Mikið rosalega voru sætin óþægileg svona til lengdar. Maður getur alveg setið í eina bíómynd en ekki meira. Annars voru myndirnar alveg frábærar hvor á sínu sviði. Traffic er náttúrulega snilld. Bæði ég og Helga erum sammála um það. Ef það er einhver mynd sem ég er sátt við að taki óskarinn frá Gladiator í flokknum Besta myndin þá er það Traffic. Svo er Benicio Del Toro æðislegur í sínu hlutverki. Hann á það sko óhugnanlega mikið inni að vinna í flokknum Besti karlleikari í aukahlutverki. Það er mitt mat. Svo kom myndin sem ég var að bíða eftir. Ég elska að heyra Russell Crowe tala með áströlskum hreim. *andvarp* Svo kom það mér á óvart hversu saklaus ástarsagan var. Ég ætla ekki að eyðileggja neitt fyrir neinum þannig að ég segi ekki meir. En ég veit það að ég er forfallinn Russell Crowe aðdáandi.
Hérna er hægt að fá miða á tónleika með Madonnu í París þann 2. júní. Ég er veik, mig langar svo til að fara! Mér sýnist þetta vera tilboð sem gildir frá Bretlandi, þannig að nú þarf ég bara að athuga hvað það kostar að fljúga þangað og reikna dæmið til enda. Ég held að ég sé farin að hringja í Helgu og athuga hvað hún segir.
Hérna er hægt að sjá hvaða lag var efst á vinsældalistum beggja vegna Atlantshafsins þegar maður fæddist eða gifti sig, hitti sönnu ástina, skildi við hana/hann, þegar börnin fæddust og þið fattið hvað ég meina. She með Charles Aznavour var efst á vinsældalista í Bretlandi þann 25. júlí 1974, sem er afmælisdagurinn minn :o) , og Rock Your Baby með George McCrae í Bandaríkjunum. Jæja, ef einhver veit hvaða lög þetta eru þá má sá hinn sami endilega senda mér póst því ég hef ekki hugmynd um hvaða lög þetta eru. Eflaust svona One Hit Wonder.
Ég rakst á tengil yfir á þessa síðu hjá Lubba Tíkarsyni, vildi bara láta ykkur vita.
Ég var að enda við að gera síðu um hinn fjölhæfa Kevin Spacey. Þarna eru nokkrar myndir af herramanninum og örfá orð frá mér um þær og manninn sem prýðir þær. Ég tel að hann sé einn hæfileikaríkasti leikari sunnan Alpafjalla, eða eitthvað, og eigi það alveg skilið að ég heiðri hann með því að eyða tíma í að útbúa síðu um hann.
Svo var ég að uppfæra Kisu-síðuna mína en mér fannst tími til kominn að taka jólaköttinn niður þar sem soldið er síðan jólin voru búin.
Þá er það ákveðið, ég og Helga erum að fara í bíó að sjá þessar tvær stórgóðu myndir. Ég get varla beðið. Ég hlakka geðveikt til að sjá Traffic enda er sagt að hún sé stórgóð og svo er alveg fullt af frábærum leikurum í henni. En ég held að toppurinn verði að fá að sjá Russell í öllu sínu veldi. Þó að hann sé að kyssa Meg í þessari mynd þá læt ég það ekkert á mig fá, ég horfi bara eitthvað annað en á tjaldið þegar slíkt gerist. Annars finnst mér fyndið að það skuli vera valið að sýna þessar tvær myndir saman á forsýningu, þar sem Russell og Meg leika í annarri og maðurinn sem hún yfirgaf, Dennis Quaid, í hinni. Einhver með húmor hefur valið þessar myndir saman á forsýningu. En ég er alls ekki að kvarta, ég hlakka bara til eins og áður sagði.
Samkvæmt music365, sem er með tónlistarfréttir, hefur Tom Cruise bannað notkun á frasa sem hann sagði í myndinni Magnolia, sem kom út 1999. Í myndinni lék hann kynlífssérfræðing, eða eitthvað slíkt, og undirstaða fyrirlestra hans var að menn ættu að virða typpið, eða Respect the cock. Og Phats & Smalls nota einmitt þann frasa í lagi sem þeir ætluðu að gefa út bráðlega, en Tom hefur lagt blátt bann við því að rödd hans sé notuð. Annars getiði lesið meir um þetta með því að smella á linkinn þarna uppi.
Hunky actor Russell Crowe is focusing on a music career in the run up to this year's Oscars. The Gladiator star is has recorded an album with his band, 30 Odd Foot Of Grunts, after writing and recording in Austin, Texas, America - and it features a song about one of his leading ladies. He says, "We have 18 brand new songs. At the moment, my favourite track is called Other Ways Of Speaking, which I wrote about Jodie Foster."
Ég vona að þessi plata verði fáanleg í plötubúðum hér á landi. :o)
Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Þau eru víst að áforma að syngja dúett saman um leið og Madonna og Guy eru búin að taka upp myndbandið við WIFLFAG. (Ef þið fattið þetta ekki þá er um að gera að scrolla aðeins neðar á síðuna) Ég held að þetta gæti orðið mjög forvitnilegur dúett, mun áhugaverðari en dúett með Britney. Hérna getiði lesið um þetta mál.
Proving once again that movie academy voters love their Roman epics, Ridley Scott's Gladiator picked up 12 Oscar nominations this morning (Tuesday), including nods for best picture, best actor (Russell Crowe) and best director (Scott). The Chinese-language Crouching Tiger, Hidden Dragon was close behind with 10 nominations. The other best-picture candidates were Traffic, Erin Brockovich and Chocolat. The inclusion of Chocolat in the list was regarded by some analysts as more of a tribute to the marketing acumen of its distributor Miramax than a recognition of the artistic merits of the film. Almost Famous and Wonder Boys, two critical favorites that fared poorly at the box office but were regarded as strong candidates for best-picture nominations nonetheless, found themselves shut out in the four top categories (picture, actor, actress, director).
Áfram, Russell :o) Ég ætla alveg pottþétt að glápa á óskarsverðlaunaafhendinguna. Bæði til að sjá Russell taka við óskarnum og hverja hann tekur með sér. Eða hvort hann fari sóló eins og á Golden Globes verðlaunaafhendinguna.
The controversial rap star Eminem has told a British interviewer that he has finally been offered a film role that appeals to him. Appearing on the BBC's Radio 1 Monday, he said: "It is an action movie. That is all I can say. I would be the villain." He also indicated that his recording career comes first. "If you people stop buying my records so that I get a break, then I will do a movie, " he said.
Já, hann ætlar sér sem sagt að leika í kvikmynd, blessaður. Ég held að sú mynd eigi eftir að vera vinsæl meðal unglinga, eru það ekki þeir sem eru uppistaðan í aðdáendahópi hans? Og svo ég!
Á Madonnarama segir frá því að tökur á myndbandinu við lagið What It Feels Like For A Girl séu hafnar, en Guy leikstýrir konunni sinni í því myndbandi. Þarna sjást líka myndir frá tökustað. Eins og ég hef áður sagt þá er þessi síða ein sú áreiðanlegasta sem ég hef rekist á og hún er uppfærð a.m.k. einu sinni á dag. Ég mæli með því að þið kíkið á hana ef þið hafið áhuga á fréttum af Madonnu.
Reykjavík.com hefur svarið. Hérna sjáiði hvað er í boði í hádeginu á hinum ýmsu stöðum borgarinnar. Það eru kannski flestir búnir í hádegismat núna, en ég held að þetta uppfærist á hverjum degi þannig að á morgun getiði séð hvað er í boði í hádeginu þá.
Og það fyrir myndina The Next Best Thing. John Travolta hafði samt yfirburði í þessum tilnefningum en á fréttavef Morgunblaðsins getiði lesið meira um þetta mál.
Valentine.com - Love at First Site - fyrst við Íslendingar lepjum allt upp eftir Kananum þá er um að gera að halda valentínusardag hátíðlegan með makanum. Kíkið á þessa síðu ef þið viljið senda valentínusarkort til ykkar nánustu.
Madonna mun semsagt ekki leika í þessari mynd sem ég var að tala um að hún myndi leika í í þessum hugleiðingum.Madonnarama segir það á sinni vefsíðu og ég trúi þeirri síðu ávallt. Það hefur ávallt verið að marka það sem er sagt þar þannig að ég treysti þeim.
Ég held að þetta drasl virki ekkert. Kannski af því að ég hef gert hlekkina sem leiða út í hinn stóra netheim þannig úr garði að þeir opnast utan við þennan glugga. Kannski getur þessi litli kassi þarna uppi ekkert ráðið við slíkt. Hvað veit ég? Ekkert. Mikið rétt.
Í Framleiðslu I í skólanum er skiladagur 1. verkefnisins í dag. Við í hópnum mínum höfum sko haft nóg að gera við að ganga frá lausum endum í gær og fyrradag. Við nefnilega föttuðum að við vorum að misskilja eina spurninguna, en þá vorum við búnar með verkefnið, það eina sem var eftir að gera var að prenta það út. Svo þegar við vorum búnar að laga þessa spurningu þá fattaðist við útprentun að það voru enn fullt af stafsetningarvillum og ásláttarvillum í verkefninu þannig að það varð að redda því og ég held að ég hafi sent svona 5 pósta í gærkvöldi til skriftunnar :o) og alltaf gleymdi ég að senda viðhengið með. Eða að viðhengið var ekki rétt skjal. Maður getur nú orðið gráhærður af minna tilefni en þessu.
Annars las ég frétt á mbl.is um að Nicole hefði ekki haft hugmynd um að Tommi ætlaði að skilja við hana. Þ.e.a.s. hún vissi af því að þau ætluðu að skilja að borði og sæng, en ekki að hann ætlaði að senda henni skilnaðarpappíra. Jæja, hún veit það núna. Ég tel að þetta sé bara staðfesting á því að Tommi er loksins búinn að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öllum öðrum að hann elskar mig, og hann getur bara ekki barist gegn tilfinningunum lengur og er mjög líklega á leiðinni hingað til mín núna. Kannski birtist hann hérna í vinnunni og biður mín fyrir framan alla! Það yrði kúl.
Nóg komið af dagdraumum í bili, þarf að vinna, bið að heilsa.
Ég var að uppfæra síðuna með hlekkjunum á síður með Madonnu og bætti inn tveim linkum. Á þeim síðum sem ég bætti inn er fullt af myndum af konunni og fréttir og hægt að hlaða niður videóum og látum. Þið kíkið ef þið hafið áhuga.
Ja hérna, nú þykir mér týra (eða tíra, fer eftir stafsetningu). Elton John mun syngja viðlagið við Stan sem Eminem mun flytja á Grammy-verðlaunahátíðinni. Á MTV.com segir frá þessari ákvörðun þeirra en þetta var víst staðfest í gær af aðstandendum Grammy. Ég er orðlaus. Þetta ætti að þagga niður í einhverjum af þeim sem ætla að mótmæla þátttöku Eminem í sýningunni.
Ok, núna er komið þarna uppi svona dót til að velja hvort þið viljið að tenglarnir opnist í sama glugga og þið eruð að skoða þetta í eða hvort þið viljið að þeir opnist í öðrum glugga. Ef þið hakið ekki við þá opnast það í sama glugga. Ég var nefnilega ekki viss þannig að ég prufaði og þar með er það komið í ljós.
Í þessari grein hérna, Tom Cruise and his gatekeeper, er talað um ýmsar sögusagnir sem hafa verið í gangi um hjónaband Tom Cruise og Nicole Kidman. Ég trúi nú ekki öllu sem ég les þannig að þessi grein er nú ekkert ofarlega á mínum lista, en mér datt í hug að sýna ykkur hana. Í greininni er talað um gróusögur þess efnis að hann sé hommi, hjónabandið hafi einungis verið til að koma þeim báðum áfram í Hollywood, og að börnin hafi ekki verið ættleidd á venjulegan máta heldur keypt.
Ég tók gáfnapróf á TheSpark.com og gekk líka svona vel. Fékk 142 í því prófi, ekki það að ég vissi ekki fyrir að ég væri algjört brain, en það er alltaf gaman að fá staðfestingu á því. Ég mæli með því að þið kíkjið á þetta og athugið hversu gáfuð þið eruð.
Ég stóð í þeirri trú að Saturday Night Live ætti að byrja í kvöld á SkjáEinum. Ég er nú soldið sár því ég hef ekkert orðið vör við þennan þátt í kvöld og það er ekki gaman að bíða eftir einhverju sem svo gerist ekki. Ég meina þar sem ég á enga vini þá er sjónvarpið það sem ég kemst næst því að eiga samskipti við annað fólk og þegar það er svo tekið frá manni, eða einhver þáttur sem maður er vanur að horfa á eða eitthvað, þá er nú ekki margt sem heldur í manni vitinu.
Talandi um þætti sem eru teknir úr umferð, þá hef ég tekið eftir að The Practice er hættur á þeirri sömu stöð og ég minnist á hér fyrir ofan. Einnig Will and Grace sem var í sérstöku uppáhaldi. (Er sjónvarpið farið að stjórna mínu lífi???? Ja, ef það er ekki sjónvarpið þá er það tölvan og netið.) Anyways, er það vegna þess að þáttaröðin var búin og þættirnir munu koma aftur síðar, eða hvað?? Ég er forvitin.
Í þessarri frétt segir að Russell minn hafi samið lag til að gera upp samband sitt við Meg Ryan, en eins og allir vita er hann forsprakki 30 Odd Foot Of Grunts (eða eitthvað svoleiðis) og semur texta fyrir hljómsveitina í frítíma sínum. Ég bíð bara eftir að hann semji lag um mig!
Skötuhjúin Victoria og David Beckham fóru víst í fússi út af tónleikum Eminem í gærkveldi en þeim leist ekkert á hvernig hann bar sig á sviðinu, með keðjusögina, risastóran lim og eitthvað fleira. Ég segi bara, hvernig datt þeim í hug að fara miðað við að maðurinn er búinn að vera í fréttum undanfarið einmitt vegna hegðunar hans á sviðinu. Og líka vegna mótmæla samkynhneigðra gegn textum hans. Þau hljóta að vera alveg úr tengslum við umheiminn ef þau héldu að þetta yrði eitthvað dúllerí eins og tónleikar Spice Girls. Eminem lifir á því að hneyksla aðra og ganga fram af fólki. Það er grundvöllur frægðar hans og hann er sjálfur ekkert að þræta fyrir það. Hvers vegna haldiði að hann sé alltaf að gefa frá sér yfirlýsingar þar sem hann rakkar niður hina og þessa og semja texta þar sem hann drepur kærustuna sína og svona? Til að viðhalda umtalinu því án þess myndi hann hverfa í fjöldann. Simple. Ég sjálf fíla manninn í tætlur einmitt vegna þess að hann segir það sem hann segir og gerir það sem hann gerir. Ég er ekkert endilega sammála honum í einu og öllu, og þó ég kaupi diskana hans er ég ekki að skrifa undir að skoðanir hans séu réttar, ég trúi einfaldlega á frelsi hvers manns til að tjá sig á þann hátt sem hann sjálfur vill.
Ég held að ég þurfi að fara að passa mig. Mig dreymir yfirleitt aldrei frægt fólk. Þannig er það bara, og hefur alltaf verið. Mig dreymir yfirleitt mig, fjölskyldu, vini, eða fólk sem ég er í miklu samneyti við í vinnu, eða skóla. En þessa viku hefur það gerst æ oftar að mig dreymi Russell Crowe og í þessum draumum þá erum við liggur við harðgift. Ég meina, þó svo ég tali um það hér og við vini mína að við séum saman og svona, þá hef ég nú alltaf talið að raunveruleikinn hefði haldbetri tök á mér en svo að slíkar grillur næðu haldi á mér. Ég veit það alveg að líkurnar á því að ég muni nokkurn tímann hitta Russell eru neikvæðar, ef það er svo gott. En í draumum mínum held ég í vonina og ég veit ekki alveg hvernig mér lýst á það svona innst inni. Mér langar ekkert til að verða geðveik á þessum síðustu og verstu tímum.
Nú er ég búin að gjörbreyta útlitinu, jæja ekki alveg gjörbreyta en ég er búin að skipta um litasamsetningu og laga til í lengjunni hérna til vinstri. Ég stal auðvitað hugmyndum héðan og þaðan af netinu. Þið sem haldið að ég hafi stolið frá ykkur, ja, það er sennilega rétt hjá ykkur. En svo er líka komin íslensk dagsetning, mér til mikillar gleði. Kóðinn að því er fenginn frá Gunnari en ég sá þetta hjá honum Arnari og fékk leyfi hans til að nota þetta. Hann sagði að Gunnari væri sama. Ég trúi honum.
Þessi síða er ógeðslega flott. Mér finnst það. Ég væri til í að hafa svona texta neðst bara til að þið getið athugað hvort þið þekkið lögin sem textarnir eru úr. Ég hef tekið eftir því að ef maður les svona textabrot og kannast við lagið þá fer maður óvart að syngja það í huganum. A.m.k. geri ég það. Einu sinni lenti ég í því á irki, að á einni rásinni var svona leikur í gangi, maður pikkaði inn texta og hinir á rásinni áttu að giska. Sá sem gat giskað á rétt lag, átti að koma með næsta textabrot. Það var ógeðslega gaman.
Ég hef ekki farið í bíó svo lengi að ef ég væri ekki í tímum í Háskólabíó þá myndi ég eflaust ekki vita hvernig slíkt fyrirbæri líti út. Annars langar mig að sjá Wonder Boys, kannski af því að Robert Downey Jr. er í þessari mynd. Svo virkar hún vel á mig í auglýsingum. Svo fer bráðum Proof Of Life að koma í bíó. Ég sá auglýsingu á SkjáEinum þar sem maður á að fara í Japis og kaupa miða á myndina og fær annan miða með eða eitthvað, var ekki alveg að hlusta. A.m.k. fer að líða að því að ég fái að sjá Russell halda framhjá mér með Meg. Ég hlakka ekkert sérstaklega til þess en ég hlakka til að sjá hann á stóra tjaldinu. Ég er líka búin að fyrirgefa honum þetta frávik með Meg.
Fyrir ykkur sem langar að sjá hann í öllu sínu veldi og hafið aldrei séð Jerry Maguire þá er hún sýnd á RÚV í kvöld og byrjar ballið kl. 22:50 og er alveg til 01:00. Gaman að því, maður sleppir auðvitað öllu djammi þetta kvöldið fyrir Tom Cruise, ég meina, common.
Samkvæmt þessari frétt er líklegt að Madonna leiki á móti Debbie Gibson í kvikmynd sem hún sjálf ætlar að framleiða, eða fyrirtækið hennar MadGuy Productions. Myndin fjallar um tvær poppstjörnur sem voru erkifjendur í gamla daga, og mér sýnist þetta hljóma eins og grínmynd. Ég væri alveg til í að sjá hana í bíó fljótlega. Reyndar er þessi mynd framleidd fyrir VH-1 sjónvarpsstöðvarnar. Það er bara vonandi að myndin verði sýnt hér á landi ef af verður.
Mér finnst svo flott hvernig bátarnir endurspeglast í höfninni. Svo sést þarna í bakgrunninum fjallasýnin sem ég sakna geðveikt. Það er allt svo flatt hérna fyrir sunnan. Heima hefur maður allt, bæði flatneskju og svo fjallasýn ef maður bara snýr sér við. BTW, ég stal þessari mynd af vefnum www.eldhorn.is minnir mig. En svo virðist sem að þessi vefur sé lokaður.
Alltaf gaman að sjá myndir að heiman sérstaklega þegar maður hefur ekki komið þangað í fleiri mánuði :o) Hornafjörður er einn fallegasti bærinn á öllu landinu að mínu mati og ég býst við að það sé soldið huglægt mat. En kíkið og skoðið myndirnar hérna.
Þá er það ákveðið, við fáum að sjá Eminem á Grammy verðlaunahátíðinni, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Hann hefur samt ekki sagt af eða á með að flytja lag þar. Samkvæmt þessarri frétt mun hann mæta en það verða fullt af mótmælum þar til að andmæla því að hann skuli vera tilnefndur. Eins og þið vitið eflaust eru samkynhneigðir ekkert of ánægðir með textana hans þar sem hann er duglegur við að móðga mann og annan. Hann er einnig ansi mikið á móti strákahljómsveitum eins og N´sync sem hann er ansi duglegur við að trasha hér og þar. T.d. segist hann ætla í þessari frétt sem ég vitna í, að setjast við hliðina á þeim og.. já þið lesið það bara.
Lesið þessa frétt til að fræðast frekar um málið. Þarna eru líka myndir af Madonnu ef einhver hefur áhuga á því sko. Annars er bara fólki sem hefur "staying power" leyft að komast í þessa alfræðiorðabók og ég held nú að konan hafi sýnt það og sannað að hún sé ekki bara tískufyrirbæri eins og t.d. Cyndi Lauper. Einmitt, það kannast enginn við þá dömu lengur, þó að hún hafi verið ágætis tónlistarmaður, þá augljóslega hafði hún ekki nægan metnað eða þá ekki nægjanlega hæfileika til að halda sér í sviðsljósinu. Fyrir ykkur sem ekkert vitið hver Cyndi Lauper er, þá átti hún nokkur fræg lög hér á árum áður, eins og True colors, Time after time og Girls just wanna have fun. Eflaust fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Ef þið fylgið þessum link þá sjáiði eitt flottasta listaverk sem ég hef nokkurn tímann upphugsað. Málið er að ég rakst á þessa heimasíðu, sennilega vegna kattaáhugans míns, og þar var beðið um teikningu af ketti, og ég auðvitað sá mig tilneydda til að svara þeirri eftirspurn, maður verður að þjóna almúganum. Anyways þá mæli ég með því að þið a.m.k. skoðið þetta fyrirbæri.
Mikið dæmalaust þyrfti maðurinn að borga mér mikið af peningum til að segjast vera kærastan hans, hvað þá ein af sjö kærustum! Á fréttavef Morgunblaðsins segir að hann sé nýhættur með hinum 4 ungu stúlkum sem hann var með og hafi tekið upp samband við 7 aðrar. Ég meina það. Hann er örugglega einn af styrktaraðilum Viagra og fær þær pillur sendar í bílförmum heim. Annars fer eflaust dágóð fjárhæð í kaup á stinningarlyfinum margumtalaða á hans heimili. En hvernig ætli að það væri að sjá eina orgíu hjá þeim? Ætli hann horfi bara á þær gamna sér, eða... Nei annars, mig langar ekkert að hugsa um þetta meir.
Ég sé að tveir ágætir menn eru að velta fyrir sér þessum umræðum sem ég býð upp á hér við hverja færslu sem ég geri, en sá sem ritar í ..::.. Potturinn, heitur allan daginn..::.. er að velta fyrir sér þeirri staðreynd að ekki er hægt að sjá hvort einhver hafi skilið eftir ummæli hérna. Ég vildi bara benda honum og þeim sem eru að velta þessu fyrir sér að það er hægt, en þá kemur í sviga fyrir aftan linkinn hversu margir hafa sagt sitt um þá færslu. (Skilst þetta, mér finnst ég vera að tala í belg og biðu). A.m.k. þá er mögulegt að sjá hversu margir hafa sagt sitt en ég veit það af reynslu að flestir eru ekkert að skilja eftir athugasemdir, enda sést það á gestabókum sem eru á heimasíðum. Fullt af fólki kemur að skoða síðuna en mjög fáir skrifa sig inn, ef svo má að orði komast. Talandi um að margir komi, mikið rosalega brá mér núna áðan, þegar ég fór að athuga hversu margir voru búnir að koma. Í gær voru 12, minnir mig, og ég á eflaust 3-4 af þeim heimsóknum, en það er komið upp í 90 núna. Á einum degi, eða varla það. Ég bara á ekki til orð. Ég er orðin feimin.
Ég hef það í hyggju að þýða síðuna mína yfir á ensku áður en haustar að. Sú síða er vistuð hjá Tripod.com sem er alveg ágætt fyrirtæki þó svo að þar séu svona pop-up auglýsingar. Ég lifi með því.
En svo virðist sem nokkrir gesta minna séu af erlendu bergi brotnir og ekki efast sú sem ritar þetta að þeir eða þær hafi einnig áhuga á því að vita soldið meira um mig en t.d. vinir mínir vita... Sem minnir mig á það, ég á enga vini. Skrifa memo til sjálfrar mín, EIGNAST VINI!!
Ég skal segja ykkur það, að ég ætla að vona að ég muni aldrei lifa svona morgun aftur. Ég fer á fætur í mesta sakleysi eftir að hafa vaknað við útvarpið. Fer í það að gera mig tilbúna til að halda af stað í skólann og þá fæ ég reiðarslagið: Tom Cruise og Nicole Kidman skilin!! Hvernig er það, er ekkert tillit tekið til tilfinninga minna hér í þessu guðsvolaða landi? Maður segir ekki svona fréttir eins kæruleysislega og var gert í morgun á FM. Ég ætlaði varla að meika það í skólann. Ég ákvað nú að tékka á því hvort rétt væri farið með staðreyndir og kíkti á þessa síðu hér (og einnig hefur mbl.is sagt frá þessu) og mikið rétt þau eru skilin að borði og sæng. Nú veit ég að Helga mun koma fram með þá kenningu sína að Tom Cruise sé hommi og fari að koma út úr skápnum hvað úr hverju. Ég auðvitað tek því sem hverju öðru bulli sem sleppur úr hennar munni og læt það sem vind um eyrun þjóta. Hins vegar er nú einmitt gósentíð fyrir mig. Bæði Russell og Tom á lausu. ;o) þetta kallar á flugferð til ... Hvert svo sem þeir halda sig þessa dagana.
Ég fór að hugsa og fannst miklu sniðugra að hafa bara íslenskan teljara út um allt. Þess vegna breytti ég teljaranum á upphafssíðunni og nú er þessi íslenski kominn þangað. Einnig er hann kominn á hinar ýmsu lykilsíður (að mínu mati) hérna út um allt, eins og áhugamál og hlekki og eitthvað. Svo fer hann kannski á allar síðurnar bara, ef ég nenni að breyta því á þeim öllum. Jæja, ég er farin að sofa. Góða nótt.
George Michael útskrifaður af spítalanum og fleira
George var í uppskurði eða eitthvað á spítala í Californu vegna baksins á sér en ætlar nú að fara aftur til Bretlands til að slaka á þar. Hérna segir frá því að hann vilji ekki fara samt fyrr en byggð hefur verið sundlaug við húsið hans í Oxfordshire. Ég væri alveg til í að hafa sundlaug út í garði. Það væri kúl, sitja við sundlaugina með bjór eða eitthvað og hafa það gott. Vonandi býður hann mér í heimsókn ef hann lætur verða af þessu greyið.
Svo er Robbie Williams einnig í fréttum á sama miðli vegna þess að hann er að kaupa sér hús. Það er víst bara í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá húsi Geri Halliwell, en þau eru víst orðnir perluvinir þar sem hún er að hjálpa honum að berjast við áfengis- og vímuefnafíknina sem hann er haldinn. Ég veit ekki hvernig Brynhildi lýst á þetta, sérstaklega ef þau eru eitthvað að draga sig saman. Hún þolir nefnilega ekki Robbie, en þar er ég sammála henni, þó svo að ég virðist vera farin að venjast honum (einum of mikið). A.m.k. get ég hlustað á Kids lagið með honum og Kylie Minogue og Supreme.
Skrýtið, ég er hérna að segja ykkur fréttir af bæði George Michael og Robbie Williams og svo vill til að Geri Halliwell er vinkona þeirra beggja. Hún var gestur hjá George eftir að hún hætti í Spice Girls á Frönsku Rivierunni, eða eitthvað, og nú er hún verndarengillinn hans Robbie. Sniðugt. Þetta minnir mig á leikinn 7 Degrees of Kevin Bacon, en í honum á maður að reyna að tengja leikara eða leikstjóra við Kevin Bacon með því að telja upp færri en 7 manns. T.d. ef maður tæki Madonnu, þá gæti maður sagt, Madonna lék í Evitu með Antonio Banderas, sem lék í Interview with the Vampire með Tom Cruise, sem lék í A Few Good Men með Kevin Bacon. :) Eflaust er hægt að gera þessa tengingu með færri leikurum en ég vildi endilega koma Tom Cruise aðeins að hér líka. :) Mér datt sem sagt þessi leikur í hug þegar ég fór að pæla í þessu með Geri, George og Robbie.
Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort ekki væri einhver vefsíða sem hefði upplýsingar um hvað er á dagskrá sjónvarpsstöðvanna þar sem ég fæ ekki senda heim svona bæklinga með sjónvarpsdagskránni, og gleymi alltaf að láta vita af mér. Anyways, þá var ég að finna síðu sem gerir slíkt og gettu hvað hún heitir!?!? www.sjonvarp.is hvorki meira né minna. Ég mæli með því að þið kíkjið þangað.
Nú er kominn teljari á þessa síðu eins og þið sjáið ef þið kíkið aðeins neðar og til vinstri á siðunni. :) Ég treysti því að þið sjáið hann en hann er íslenskur en sá sem er á upphafssíðunni er erlendur. Ég ætla samt að halda honum þó að hann sýni ekkert sérstaklega mikið, hann hefur nefnilega talið svo marga. :)
Ég hef rekist á fullt af fréttum núna og datt í hug að deila þeim með ykkur.
Fyrst, þá er Tommi minn að fara að leika í kvikmynd um einhvern töframann samkvæmt CNN.com og verður myndin byggð á bók eftir David Fisher, bandarískan rithöfund.
Svo er Eminem í einhverjum vandræðum (what else is new?) en það eru víst allir, og ég meina allir, að plana mótmæli gegn tónleikum hans en hann er á tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir. Hér er hægt að lesa meira um þetta mál. Svo er eitthvað vandamál með keðjusögina sem hann notar á tónleikunum sínum en einhverjir vilja ekki leyfa honum að nota þetta verkfæri. Hér er hægt að lesa allt um það mál.
Leo hefur horn í síðu ljósmyndara, en þegar eitthvað slys varð á tökustað kvikmyndarinnar Gangs of New York þar sem aukaleikarar urðu fyrir einhverjum meiðslum og paparazzi ljósmyndarar leyfðu ekki sjúkrabílum að komast að varð Leo nóg boðið og tók til sinna ráða. Hann henti í þá hestaskít og var víst mjög hittinn. Cameron Diaz lét sér nægja að öskra bara á ljósmyndarana, en hún leikur líka í þessari mynd sem er leikstýrt af Martin Scorsese. Hér fáiði upplýsingar um málið.
Loks er hérna að finna viðtal við Emilíönu sem virðist vera að gera góða hluti í Englandi. A.m.k. er ég alltaf að rekast á greinar þar sem er verið að fjalla um hana og svona.
Nú hef ég loksins látið verða af því að gera síðu um hann Eminem, a.k.a. Marshall Mathers, en enn sem komið er eru þar einungis myndir af kappanum og engin umfjöllun af minni hálfu. Ég ætla að ræða þar soldið um hvað mér finnst um hann en ekki fyrr en ég nenni því. Svo hef ég tekið niður Pallasíðuna mína þar sem ég elska hann ekki eins mikið og ég gerði hér áður.
Robert Downey Jr. mun leika í fleiri þáttum af Ally
Málið hans, þar sem hann var kærður fyrir að vera með ólögleg efni í fórum sínum, var tekið fyrir þann 29. janúar og fengu lögfræðingar hans 3 vikna frest til að sannreyna að það sem fannst í vörslu hans hafi í raun verið kókaín. Soldill gálgafrestur heyrist mér. Annars vonast þeir (lögfræðingarnir) að þeir nái að semja innan þessara þriggja vikna. Hérna getiði lesið meira um málið og fleiri fréttir af fræga fólkinu.
Eins og allir (sem voru að horfa) sáu í Kastljósinu í gærkvöldi þá er Ingvar E. Sigurðsson farinn til Halifax og er að hefja nám á köfun til að leika í kvikmynd sem ekki ómerkari menn en Harrison Ford og Liam Neeson leika í. Einnig er hægt að nálgast þessa vitneskju á textavarpi Rúv í sjónvarpinu og á netinu. Hver veit nema að Ingvar muni ná heimsfrægð og leggja Hollywood að fótum sér með því að leika í þessari mynd. Að mínu mati er það hagur þeirra sem gera kvikmyndina að hafa Ingvar með því hann er einn besti leikarinn sem Ísland hefur að bjóða. Og svo auðvitað Hilmir Snær Guðnason sem er mitt uppáhald. Hvenær ætli hann fái tilboð til að leika í Hollywood-mynd?