Tommi minn. Ég vissi alveg að hann myndi mæta. Við vorum búin að ræða það og ákváðum í sameiningu að hann ætti að fara. Án gríns þá fannst mér hann svo sætur og yndislegur. I love him I love him I love him I love him.
Tókuði eftir því að það var bara sýnd mynd af Will þegar óskarinn fyrir besta karl í aðalhlutverki var afhent? Hann þurfti víst að fara vegna fjölskylduvandmáls. Hmmm.
Nú er svo mál með vexti að ég er sjónvarpssjúklingur (er að fara að láta leggja mig inn á vog vegna þess) en bara svo þú vitir það, þá er Providence gellan alveg barnlaus. Hins vegar er systir hennar einstæð móðir. Providence gellan hefur ekki verið gift að því er ég best veit þannig að hún er ekki fráskilin.