Ég er alveg hrikalega gleymin, enda myndi ég gleyma nafninu mínu ef það væri ekki skrifað á alla hluti sem ég á. Svo er ég með miða í vasanum mínum sem ég les þegar ég finn að ég er búin að gleyma hver ég er. Á honum stendur nafn og heimilisfang þannig að ég týnist aldrei. En ég ætlaði alls ekki að segja ykkur þetta heldur að ég er búin að uppfæra síðuna Gullfallegir karlmenn og síðunni sem fjallar um mig. Fariði svo endilega hægt um gleðinnar dyr og ef þið ætlið að staupa ykkur um áramótin þá endilega að skilja bílinn eftir heima eða finna einhvern til að vera driver. Ég er laus.
Vonandi höfðuð þið það gott um jólin og eruð í góða gírnum fyrir áramótin eða aldamótin eins og sumir vilja kalla það, þessir sem eru einu ári eftir á í öllu. (a.m.k. þessu). Nú eru prófin loksins búin og ég búin að éta á mig gat eins og alltaf. (ferlega óþægilegt að éta á sig gat, hafiði lent í þessu?!?). Ég er alltaf að bíða eftir að Bóksala stúdenta fari að koma með bókalista fyrir vorönnina en það hefur eitthvað dregist á langinn hjá þeim. Ég er búin að ná í fullt af dóti fyrir Sims hjá mér og er á fullu við að breyta og bæta allt hjá fjölskyldunum mínum. Þegar maður getur svindlað og fengið fullt af peningum þá er samt eiginlega ekkert gaman að þessu. En samt er gaman að finna nýja hluti og sjá hversu frábært ímyndunarafl fólk hefur. Ég er byrjuð að bulla enda er ég orðin stjörf. Var að enda við að spila í fjóra tíma í Sims og er orðin soldið þreytt. Ég býð góða nótt og bið að heilsa.
NullEinn.is er svakalega fín síða sem ég mæli sérlega vel með ef þið hafið ekkert að gera eða eruð að draga á langinn eitthvað sem þið þurfið að gera :) eins og ég.